Dan-inn ehf. flytur inn ýmsar byggingavörur og selur eingöngu til endurseljanda.
Hjá dan-inn eru þrír starfsmenn og hafa þeir áralanga reynslu í sölu á byggingavörum, ráðgjöf og þjónustu.
Dan-inn ehf., var stofnað í desember 1995. Eigendur fyrirtækisins eru Ágúst Gunnarsson og Jóhann Hákonarson og hafa þeir báðir starfað við fyrirtækið frá upphafi.
Erlendir birgjar eru 35 talsins frá ýmsum löndum Evrópu og Norður – Ameríku.
Dan-inn ehf., er í eigin húsnæði sem er alls 550 m2 að Skútuvogi 13a, Reykjavík.